Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   mán 29. desember 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Semenyo vill klára félagaskiptin fyrir áramót
Mynd: EPA
Það er ljóst að það verður hart barist um Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, næstu daga.

Man City hefur sett í næsta gír og mun funda með umboðsmönnum leikmannsins í dag samkvæmt heimildum The Times.

Það var greint frá því í gær að Bournemouth geri ráð fyrir því að Liverpool muni blanda sér í baráttuna.

Sky Sports telur að Semenyo vilji fara til Man City en The Times segir að Semenyo vilji vera búinn að velja næsta áfangastað fyrir 1. janúar.
Athugasemdir
banner