Fyrrum framherji Liverpool, Newcastle og enska landsliðsins á að mæta fyrir dómstól á þriðjudaginn vegna brots á nálgunarbanni.
Carroll er 36 ára gamall og leikur fyrir utandeildarlið Dagenham & Redbridge í dag. Hann var handtekinn í apríl á þessu ári eftir að hafa framið meint brot mánuði fyrr.
Carroll á 9 landsleiki að baki fyrir England og var á sínum tíma dýrasti leikmaður í sögu Liverpool þegar félagið borgaði 35 milljónir punda fyrir hann í janúar 2011.
Ekki er greint nánar frá því hvers konar nálgunarbann er um að ræða, einungis að Carroll þarf að mæta fyrir dómstól þriðjudaginn 30. desember vegna meints brots síns.
Refsiramminn fyrir slíkt brot getur verið allt frá sekt upp að fimm ára fangelsisdómi.
Athugasemdir



