Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
banner
   lau 27. desember 2025 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu magnaða vörslu Raya sem bjargaði stigunum
Raya er ekki bara frábær með fótunum. Hann er stór hluti af ástæðunni fyrir því að Arsenal fær svona lítið af mörkum á sig undir stjórn Mikel Arteta.
Raya er ekki bara frábær með fótunum. Hann er stór hluti af ástæðunni fyrir því að Arsenal fær svona lítið af mörkum á sig undir stjórn Mikel Arteta.
Mynd: EPA
Spænski markvörðurinn David Raya er einn af bestu markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar og sýndi hann gæðin sín aftur í dag þegar Arsenal fékk Brighton í heimsókn.

Arsenal tókst aðeins að fara inn í leikhlé með eins marks forystu þrátt fyrir mikla yfirburði en gestirnir frá Brighton lifnuðu við í síðari hálfleik. Arsenal komst í tveggja marka forystu en gestirnir minnkuðu muninn og gerðu sig líklega til að skora jöfnunarmark.

Það var á 76. mínútu sem Brighton komst næst því að jafna, þegar Yankuba Minteh átti frábæra marktilraun eftir laglega hælsendingu frá Georginio Rutter.

Boltinn virtist vera að stefna upp í fjærhornið en Raya skutlaði sér og náði að blaka honum í hornspyrnu til að halda eins marks forystu. Þessi varsla endaði á að bjarga tveimur stigum fyrir Arsenal þar sem lokatölur urðu 2-1.

Arsenal er í harðri toppbaráttu við Manchester City og Aston Villa eftir hálft tímabil. Brighton er í þéttum pakka um miðja deild.


Athugasemdir
banner