Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   sun 28. desember 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Konate gerði allt til að spila fyrir Jota - „Miklu meira en bara leikur"
Konate í leiknum í gær
Konate í leiknum í gær
Mynd: EPA
Börn Diogo Jota löbbuðu inn á völlinn með leikmönnum
Börn Diogo Jota löbbuðu inn á völlinn með leikmönnum
Mynd: EPA
Það var tilfinningaþrungin stund á Anfield í gær þegar Liverpool vann Wolves.

Diogo Jota lést í bílslysi í sumar en leikurinn var tileinkaður honum. Hann lék með báðum liðum á sínum ferli. Ibrahima Konate minntist hans eftir leikinn en Konate var veikur í vikunni en ætlaði ekki að missa af leiknum.

„Þetta miklu meira en bara leikur. Ef það er einn leikur sem ég hefði aldrei viljað missa af á þessu tímabili, þá var það þessi. Diogo, við vitum að við munum aldrei geta stigið á fótboltavöll með þér aftur, bróðir minn," skrifaði Konate.

„En í gær fannst mér eins og við gerðum það. Hluti af þér var með okkur, gekk við hliðina á okkur fyrir leikinn. Þvílík ánægja og á sama tíma, hvílíkur sársauki."

„Að sjá fjölskylduna þína brosa, sjá börnin þín ganga út, færði mér svo mikla hlýju í hjartað. Ég gaf allt og ég er stoltur af því að við unnum fjórða leikinn okkar í röð."

„Ég er ánægður að síðustu leikirnir hafa verið betri og Inshallah munum við halda áfram árið 2026, og mundu, njóttu hverrar stundar í þessu lífi. Að eilífu 20.“
Athugasemdir
banner