Guðni Sigþórsson er genginn til liðs við uppeldisfélagið sitt Magna í Grenivík og gerir tveggja ára samning.
Guðni kemur til Magna úr röðum Þróttar Vogum en hann hefur einnig leikið fyrir meistaraflokks Þórs á ferlinum.
Guðni var lykilmaður upp yngri flokkana hjá Þór og er með 76 leiki að baki í næstefstu deild. Flesta fyrir Þór en einhverja líka fyrir Magna.
Hann er fæddur 1999 og verður frábær liðsstyrkur fyrir Magna sem fór upp úr 3. deildinni á árinu. Grenvíkingar leika því í 2. deild eftir áramót og býr Guðni yfir mikilli reynslu þar.
Hann var mikilvægur hlekkur í liði Vogamanna á árinu sem er að líða er þeim rétt mistókst að ná sæti í Lengjudeildinni fyrir næstu leiktíð. Þeir enduðu tveimur stigum á eftir toppliðum Ægis og Gróttu sem fóru bæði upp um deild.
Athugasemdir





