Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   mán 29. desember 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Verbruggen hafi átt að fá rautt fyrir brot á Gyökeres
Mynd: EPA
Keith Hackett, fyrrum yfirmaður ensku dómarasamtakanna og FIFA dómari, segir að Bart Verbruggen, markvörður Brighton, hafi átt að fá rautt spjald fyrir brot á Viktor Gyökeres í leik Brighton gegn Arsenal um helgina.

Verbruggen fór út úr teignum og braut á Gyökeres en fékk gult spjald. Gyökeres var að fara í átt að hornfánanum og varnarmenn í kring svo dómarinn taldi að hann hafi ekki verið að ræna upplögðu marktækifæri.

„Þetta var auðveldasta rauða spjald helgarinnar. Lögin eru augljós, hann fer af öllu afli, hleypur út úr teignum af miklum hraða, gleymir boltanum og tekur manninn úr leik," sagði Hackett.

„Lögin segja að hann hafi stofnað öryggi andstæðingsins í hættu. Það þýðir ekki að hann þurfi að leggja leikmanninn á sjúkrahús, en það er ekki fjarri lagi. Ég held að það sé líka ákveðin illindi í þessu. Hann veit hvað hann er að gera."

Sjáðu atvikið hér

Athugasemdir
banner
banner