Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
banner
   sun 28. desember 2025 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pulisic reiður yfir falsfréttum - Ekki að hitta Sydney Sweeney
Mynd: EPA
Christian Pulisic, leikmaður Milan, hefur hraunað yfir fjölmiðla eftir að falsfréttir fóru af stað um að hann væri í sambandi með Hollywood leikkonunni Sydney Sweeney.

Orðrómurinn fór á flug eftir að ítalski miðillinn La Gazzetta dello Sport greindi frá þessu.

Pulisic gagnrýndi fjölmiðla eftir 3-0 sigur Milan gegn Verona í dag þar sem hann skoraði fyrsta mark liðsins.

„Vinsamlegast hættið þessum uppspunnu sögum um einkalíf mitt. Það þarf að draga heimildir til ábyrgðar, þetta getur haft áhrif á líf fólks," skrifaði Pulisic.

Þau eru bæði í sambandi en Pulisic er í sambandi með golfaranum Alexa Melton og Sweeney er í sambandi með bandaríska kaupsýslumanninum Scooter Braun.


Athugasemdir
banner