Færeyski kantmaðurinn Áki Samuelsen er búinn að skrifa undir fimm ára samning við sænsku meistarana í Mjällby AIF.
Áki, 21 árs, er gríðarlega efnilegur leikmaður og gengur til liðs við Mjällby eftir eitt ár hjá Ranheim í norsku B-deildinni.
Hann skoraði 11 mörk og gaf 11 stoðsendingar í 34 leikjum með Ranheim og vakti mikla athygli á sér. Hann gekk til liðs við Ranheim í fyrra eftir að hafa hafnað Víkingi R. Bæði Víkingur og Ranheim fengu kauptilboð samþykkt hjá HB Þórshöfn en Færeyingurinn valdi norska boltann.
Áki er U21 landsliðsmaður Færeyja og skoraði í sigri gegn Íslandi í haust.
???? | Mjällby AIF välkomnar vänsteryttern Áki Samuelsen till föreningen. Den 21-årige offensiva spelaren ansluter från norska Ranheim Fotball och har skrivit på ett avtal som sträcker sig till och med säsongen 2030.
— Mjällby AIF (@MjallbyAIFs) December 28, 2025
Läs mer på https://t.co/LvjSUHawO8 ????#MjällbyAIF #MAIF pic.twitter.com/Lvxss6eFRx
Athugasemdir




