Fjórir leikir eru á dagskrá í 2. umferð Afríkukeppninnar í Marokkó í dag.
Spilað er í C- og D-riðli. Benín og Botswana mætast í D-riðli klukkan 12:30 en báðar þjóðir töpuðu í fyrstu umferðinni og verða því dýrmæt stig í boði þar.
Senegal og Kongó eigast við klukkan 15:00 í sama riðli en sigurvegarinn mun fara beint í 16-liða úrslitin.
Klukkan 17:30 mætast Úganda og Tansanía, sem töpuðu bæði í fyrstu umferð D-riðils. Nígería spilar á meðan við Túnis og er sagan sú sama og í C-riðlinum. Sigurvegarinn fer áfram.
Leikir dagsins:
12:30 Benin - Botswana
15:00 Senegal - Kongó
17:30 Uganda - Tanzania
20:00 Nígería - Túnis
Athugasemdir

