Mikið hefur verið rætt og ritað um miðjumanninn efnilega Kees Smit sem er mikilvægur hlekkur í liði AZ Alkmaar þrátt fyrir ungan aldur.
Smit verður 20 ára í janúar og hefur þegar vakið athygli stærstu klúbba heimsálfunnar á sér. Talið er að öll sterkustu lið Evrópu séu áhugasöm um að kaupa leikmanninn úr röðum AZ næsta sumar.
Fabrizio Romano segir að AZ hafi hafnað tilboðum í Smit sem hljóðuðu upp á meira en 40 milljónir evra. Félagið vill fá rúmar 50 milljónir til að selja leikmanninn sinn, sem er með tvö og hálft ár eftir af samningi.
Smit hefur verið lykilmaður upp yngri landslið Hollands með 34 leiki að baki, þar af tvo fyrir U21 enda hefur hann verið algjör lykilmaður í U19 undanfarin ár.
15.11.2025 08:30
Stórveldi berjast um Smit
Athugasemdir




