Pep Guardiola þjálfari Manchester City hefur lent upp á kant við ýmsa myndatökumenn að undanförnu og átti samskipti við einn slíkan eftir sigur á útivelli gegn Nottingham Forest í gær.
Man City vann naumlega og var Pep truflaður í tilraun sinni til að þakka stuðningsmönnum sem fylgdu liðinu til Nottingham fyrir sitt framlag.
Myndatökumaðurinn var fyrir Pep og brást Spánverjinn við með látbragði sem er einkennandi fyrir hann sem karakter.
Man City er í harðri toppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni í ár, eftir að hafa endað 13 stigum á eftir toppliði Liverpool á síðustu leiktíð. City hefur hampað úrvalsdeildartitlinum sex sinnum á síðustu átta árum.
24.11.2025 13:30
Guardiola skammast sín eftir að hafa rifist við myndatökumann
Guardiola fuming at the cameras ???????????? pic.twitter.com/EOqw5WQZrd
— george (@StokeyyG2) December 27, 2025
Athugasemdir


