Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   mán 29. desember 2025 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sérstakt æfingaprógramm hefur hjálpað Wirtz
Mynd: EPA
Florian Wirtz hefur verið á sérstöku prógrammi hjá Liverpool til að þyngja sig svo hann geti aðlagast ensku úrvalsdeildinni betur.

Wirtz gekk til liðs við Liverpool frá Leverkusen í sumar fyrir 116 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu úrvalsdeildarinnar.

Hann átti mjög erfitt uppdráttar til að byrja með en hefur staðið sig vel að undanförnu og skoraði sitt fyrsta mark um helgina í 2-1 sigri á Wolves.

Daily Mail greinir frá því að þjálfarateymi Liverpool hafi sett hann í sérstakt prógramm sem hefur orðið til þess að hann hefur þyngst um tvö kíló. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur hann staðið sig vel í síðustu fjórum leikjum en hann hefur komið að tveimur mörkum í síðustu tveimur leikjum.
Athugasemdir
banner
banner