Ian Rush segir að hann hafi talið sig vera að deyja eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu fyrr í þessum mánuði.
Rush, sem er 64 ára, var fluttur á sjúkrahús þann 11. desember og var þar í 48 klukkustundir eftir að hafa veikst illilega af mjög slæmri flensu.
Rush, sem er 64 ára, var fluttur á sjúkrahús þann 11. desember og var þar í 48 klukkustundir eftir að hafa veikst illilega af mjög slæmri flensu.
„Ég hugsaði það versta og hélt að þetta gæti orðið mitt síðasta. Ég gat ekki náð andanum. Þetta var mjög erfitt en starfsfólkið á sjúkrahúsinu hjálpaði mér. Það komu stundir þar sem ég hugsaði að ég yrði ekki mikið lengur hérna," segir Rush.
„Ég átti erfitt með að anda og fékk kvíðakast. En ég er búinn að styrkjast mikið og er orðinn miklu betri."
Rush skoraði 346 mörk í 660 leikjum með Liverpool á árum þegar liðið vann efstu deild enska boltans fimm sinnum og gömlu Meistaradeildina í tvígang.
Athugasemdir




