Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   lau 27. desember 2025 20:08
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Áttum að vinna mikið stærra
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikel Arteta þjálfari Arsenal svaraði spurningum eftir 2-1 sigur gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Arsenal var talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst aðeins að skora eitt mark. Seinni hálfleikurinn var mun jafnari og náðu heimamenn að tvöfalda forystuna áður en gestirnir frá Brighton minnkuðu muninn og gerðu sig líklega til að jafna.

„Við áttum að vinna þennan leik mikið stærra heldur en bara 2-1, við stjórnuðum leiknum en þeir komust aftur inn í hann eftir að hafa minnkað muninn. Við áttum að vera komnir með stærri forystu á þeim tímapunkti. Þeir skoruðu held ég úr fyrstu marktilrauninni sinni og svo þurfti David (Raya) að bjarga okkur með glæsilegri markvörslu," sagði Arteta.

„Það munar voðalega litlu á liðunum í þessari deild og leikirnir ráðast af smáatriðum. Ég er mjög ánægður með strákana mína, það er mikið leikjaálag og ég þarf að spila leikmönnum úr þeirra bestu stöðum vegna meiðslavandræða en þeir hafa verið að standa sig frábærlega.

„Við erum með frábært hugarfar í hópnum þar sem leikmenn eru metnaðarfullir og ólmir í að taka næsta skref í átt að titli."


Arteta er sérstaklega ánægður með gott gengi hjá liðinu þrátt fyrir mótlæti.

„Það er mikið af vandræðum að plaga okkur en við erum að takast ótrúlega vel við aðstæður. Í gær misstum við Jurriën (Timber) og í dag misstum við (Riccardo) Calafiori í upphitun. Declan (Rice) þurfti að spila sem bakvörður og hann skilaði magnaðri frammistöðu. Þetta lýsir andanum og metnaðinum í liðinu, strákarnir eru tilbúnir til að leggja allt í sölurnar."
Athugasemdir
banner