Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   mán 29. desember 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Strax kominn með fleiri mörk en á heilu tímabili með Man Utd
Mynd: EPA
Rasmus Höjlund skoraði tvívegis í sigri Napoli gegn Cremonese í ítölsku A-deildinni. Alls er hann kominn með sex mörk í ítölsku A-deildinni á tímabilinu, í tólf leikjum.

Hann er kominn með tveimur mörkum meira en hann skoraði fyrir Manchester United í 32 úrvalsdeildarleikjum á síðasta tímabili.

Höjlund skoraði bæði mörk Napoli í 2-0 sigrinum gegn Cremonese og var valinn maður leiksins.

Þessi 22 ára leikmaður átti erfiðan tíma á Old Trafford og gekk í raðir Napoli fyrir þetta tímabil. Um er að ráða lánssamning með skyldu um kaup en hann gengur í raðir Napoli fyrir 38 milljónir punda ef liðið tryggir sér Meistaradeildarsæti fyrir næsta tímabil.

Höjlund hefur spilað 19 leiki fyrir Napoli síðan hann kom til Ítalíu. Hann hefur einnig skorað tvívegis í Meistaradeildinni og í ítalska Ofurbikarnum.

Napoli vann Ofurbikarinn og eftir að hafa lyft bikarnum skrifaði Höjlund á samfélagsmiðla: „Svona lítur frábær ákvörðun út."


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 20 12 7 1 33 16 +17 43
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 20 9 7 4 28 16 +12 34
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 29 24 +5 30
9 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
13 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
14 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Fiorentina 21 3 8 10 23 31 -8 17
18 Lecce 20 4 5 11 13 28 -15 17
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 20 2 7 11 17 34 -17 13
Athugasemdir