Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   mán 29. desember 2025 10:22
Kári Snorrason
Heimild: Dr. Football 
Sagður vera með sérstaka Víkingsklásúlu
Sigurður Egill var kynntur sem nýr leikmaður Þróttar á aðfangadag.
Sigurður Egill var kynntur sem nýr leikmaður Þróttar á aðfangadag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Guðjónsson var valinn í lið ársins á sínu fyrsta tímabili sem vinstri bakvörður.
Helgi Guðjónsson var valinn í lið ársins á sínu fyrsta tímabili sem vinstri bakvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson gekk til liðs við Þrótt R. síðdegis á aðfangadag. Hann getur þó enn gengið í raðir Íslandsmeistara Víkings fyrir tímabil fari svo að Víkingar selji leikmann úr þessari stöðu. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football og er dagsetningin 15. mars nefnd.

Sigurður Egill var samningslaus eftir tímabil en hann er leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild.

Helgi Guðjónsson lék í vinstri bakverði hjá Víkingum á liðnu tímabili og var valinn í lið ársins hér á Fótbolta.net. Þá geta Karl Friðleifur, Róbert Orri Þorkelsson og Sveinn Gísli Þorkelsson jafnframt leyst stöðuna.

Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi var á dögunum spurður út í möguleikann að fá Sigurð Egil í Víkina í viðtali við Fótbolta.net.

„Ég held að allir Víkingar myndu vilja fá son sinn aftur heim. En við erum gríðarlega vel settir í vinstri bakverði með Helga. Svo getur Sveinn Gísli spilað vinstri bakvörð sem og Tarik (Ibrahimagic). Svo það er erfitt að segja til um það.“

Þá sagði Kári jafnframt vera áhuga á leikmönnum Víkings erlendis frá og líklegt að einhverjir myndu halda út í janúar.

„Við verðum próaktívir þegar kemur að sumum stöðum. Okkur finnst vanta kannski í ákveðnar stöður, síðan verðum við að bíða fram í janúar og sjá hvað gerist. Það er líklegt að einhverjir fari erlendis. Helgi Guðjóns hefur verið orðaður út sem og Róbert Orri ásamt Sveini Gísla. "

„Róbert var lengi úti og það eru lið sem eru að fylgjast með honum. Síðan er Sveinn Gísli með eiginleika sem eru rosalega spennandi; Gríðarlegan styrk og góður í návígum,“
sagði Kári.
Athugasemdir
banner