Portúgalski stjórinn Ruben Amorim var ákfalega stoltur af leikmönnum Manchester United eftir 1-0 sigurinn á Newcastle United á Old Trafford í kvöld.
Patrick Dorgu skoraði draumamark á 24. mínútu sem reyndist sigurmarkið og hans fyrsta mark fyrir félagið.
United varðist síðan eins og þeir ættu lífið að leysa í síðari hálfleiknum og afrekuðu það að halda hreinu þrátt fyrir að Newcastle hafi stöðugt verið að banka á dyrnar.
„Við þurftum öll að þjást saman á leikvanginum. Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur en mér fannst við gera vel í fyrri hálfleik og síðan í seinni vörðumst við bara og reyndum að gera eitthvað með Cunha. Við fengum tækifærin í seinni hálfleiknum en sigurinn var góður.“
„Ég hef átt svo marga leiki hérna þar sem ég hef sagt að við spiluðum vel og fengum ekki þrjú stig en það var andstæðan við það í dag. Við þjáðumst saman og náðum að vinna leikinn.“
„Við höfum eytt miklum tíma saman. Við höfum oft verið lang niðri en það getur stundum fært hópnum eitthvað gott. Það er gott að hafa þessa tilfinningu að hafa reynda leikmenn að hjálpa ungu strákunum í liðinu að skilja þjáningarnar. Það breytir engu þó þú sért ekki inn á vellinum, þú getur samt spilað leikinn og mér fannst allir gera það,“ sagði Amorim.
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar leikurinn hófst en Amorim var að stilla upp í fjögurra manna vörn. Til þessa hefur hann verið að vinna með þriggja manna eða fimm manna vörn, en hann taldi þetta besta leikkerfi fyrir leik kvöldsins.
„Í fyrri hálfleiknum sýndum við að þetta væri eina leiðin til að skapa meiri hættu og fá fleiri færi og það gátum við með því að vera með fjögurra manna vörn með marga leikmenn inni. Jafnvel að halda í boltann því ég man eftir einum leik á síðasta ári þar sem við töpuðum einum þegar einn var fyrir utan. Við reyndum bara að sjá fyrir okkur leikinn og hjálpa leikmönnum að líða þægilega,“ sagði Amorim.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 17 | 12 | 3 | 2 | 31 | 10 | +21 | 39 |
| 2 | Man City | 17 | 12 | 1 | 4 | 41 | 16 | +25 | 37 |
| 3 | Aston Villa | 17 | 11 | 3 | 3 | 27 | 18 | +9 | 36 |
| 4 | Chelsea | 17 | 8 | 5 | 4 | 29 | 17 | +12 | 29 |
| 5 | Man Utd | 18 | 8 | 5 | 5 | 32 | 28 | +4 | 29 |
| 6 | Liverpool | 17 | 9 | 2 | 6 | 28 | 25 | +3 | 29 |
| 7 | Sunderland | 17 | 7 | 6 | 4 | 19 | 17 | +2 | 27 |
| 8 | Crystal Palace | 17 | 7 | 5 | 5 | 21 | 19 | +2 | 26 |
| 9 | Brighton | 17 | 6 | 6 | 5 | 25 | 23 | +2 | 24 |
| 10 | Everton | 17 | 7 | 3 | 7 | 18 | 20 | -2 | 24 |
| 11 | Newcastle | 18 | 6 | 5 | 7 | 23 | 23 | 0 | 23 |
| 12 | Brentford | 17 | 7 | 2 | 8 | 24 | 25 | -1 | 23 |
| 13 | Fulham | 17 | 7 | 2 | 8 | 24 | 26 | -2 | 23 |
| 14 | Tottenham | 17 | 6 | 4 | 7 | 26 | 23 | +3 | 22 |
| 15 | Bournemouth | 17 | 5 | 7 | 5 | 26 | 29 | -3 | 22 |
| 16 | Leeds | 17 | 5 | 4 | 8 | 24 | 31 | -7 | 19 |
| 17 | Nott. Forest | 17 | 5 | 3 | 9 | 17 | 26 | -9 | 18 |
| 18 | West Ham | 17 | 3 | 4 | 10 | 19 | 35 | -16 | 13 |
| 19 | Burnley | 17 | 3 | 2 | 12 | 19 | 34 | -15 | 11 |
| 20 | Wolves | 17 | 0 | 2 | 15 | 9 | 37 | -28 | 2 |
Athugasemdir



