Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   mán 29. desember 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Arteta verður með augun opin í janúar
Arsenal skoðar að styrkja sig í janúarglugganum.
Arsenal skoðar að styrkja sig í janúarglugganum.
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að félagið muni skoða möguleika á því að styrkja leikmannahópinn í janúarglugganum.

Arsenal eyddi um 250 milljónum punda síðasta sumar og fékk inn átta nýja leikmenn til að auka breiddina í því leikjaálagi sem er í gangi.

Meiðsli höfðu mikil áhrif á síðasta tímabil Arsenal og meiðslalistinn á þessu tímabili hefur einnig verið langur.

Kai Havertz meiddist í fyrstu umferð og svo hafa Martin Ödegaard, Bukayo Saka, Gabriel Martinelli, Noni Madueke og Max Dowman verið á meiðslalistanum. Arteta neyddist til að nota Declan Rice sem bakvörð í leiknum gegn Brighton á laugardaginn því Jurrien Timber var meiddur og Riccardo Calafiori meiddist í upphitun.

Gabriel mætti aftur af meiðslalistanum í 2-1 sigrinum gegn Brighton en ekki er vitað hvenær Cristhian Mosquera, Timber og Calafiori munu snúa aftur.

„Við verðum meðvitaðir um stöðuna og hversu lengi ákveðnir leikmenn verða frá. Við þurfum að hafa augun opin fyrir möguleikum á markaðnum. Við þurfum alltaf að vera búnir undir það að eitthvað geti komið fyrir," segir Arteta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner