Rúben Amorim, stjóri Manchester United, segir að ef hann hefði skipt um leikkerfi bara vegna pressu fjölmiðla þá hefði það þýtt „endalokin“ fyrir sig.
Amorim er vanur því að spila með þriggja miðvarða kerfi með vængbakverði en í sigrinum gegn Newcastle United vék hann frá því í fyrsta sinn, lék með hefðbundna fjögurra manna varnarlínu og tvo varnartengiliði þar fyrir framan.
Í lokin varð það nánast að sex manna varnarlínu þegar United hélt í forystuna og hélt markinu hreinu í aðeins annað sinn á tímabilinu.
Amorim er vanur því að spila með þriggja miðvarða kerfi með vængbakverði en í sigrinum gegn Newcastle United vék hann frá því í fyrsta sinn, lék með hefðbundna fjögurra manna varnarlínu og tvo varnartengiliði þar fyrir framan.
Í lokin varð það nánast að sex manna varnarlínu þegar United hélt í forystuna og hélt markinu hreinu í aðeins annað sinn á tímabilinu.
Amorim sagði eitt sinn að ekki einu sinni páfinn myndi fá sig til að breyta um kerfi. Hann segir hinsvegar núna að það hafi verið áætlunin að geta spilað öðruvísi leikkerfi. Hann hefði þó aðeins getað breytt um kerfi þegar liðinu væri að ganga vel, annars hefði það litið út eins og hann væri að beygja sig fyrir umræðunni.
„Þegar ég kom hingað á síðasta tímabili þá gerði ég mér grein fyrir því að ég hefði kannski ekki leikmennina til að spila vel í þessu kerfi, en þetta var upphafið á ákveðnu ferli," segir Amorim.
„Við vorum að reyna að byggja upp einkenni. Nú er staðan öðruvísi, það er ekki margir leikmenn til staðar og við verðum að aðlagast. Leikmenn vita af hverju við erum að breyta og skilja það. Þetta er ekki vegna pressunna frá ykkur (fjölmiðlum) eða stuðningsmönnum."
„Þegar þið fjölmiðlamenn voruð að tala um að það þyrfti að breyta kerfinu þá gat ég ekki skipt því leikmenn hefðu skynjað að það væri út af umræðunni og það yrðu endalokin fyrir stjórann. Þegar við erum að spila vel í kerfinu er rétta stundin til að skipta."
Það má hinsvegar setja athugasemd við þessi ummæli Amorim um að liðið hefði verið að spila vel, en United hafði aðeins unnið tvo af átta leikjum áður en kom að sigrinum gegn Newcastle. Annað kvöld er svo heimaleikur á Old Trafford gegn Úlfunum.
Hrósar leiðtogahæfileikum Bruno
Sjö leikmenn vantar í lið United fyrir þann leik og sú tala mun hækka ef Mason Mount nær ekki að jafna sig af meiðslunum sem gerðu það að verkum að hann fór af velli í hálfleik gegn Newcastle.
Bruno Fernandes meiddist aftan í læri fyrir jól og verður ekki með annað kvöld. Amorim talaði vel um leiðtogahæfileika portúgalska landsliðsmannsins á fréttamannafundi í dag, hann væri líka að gefa af sér þó hann væri meiddur.
„Bruno vill snúa aftur á æfingar en það er ekki möguleiki á því að hann spili gegn Wolves. Enginn möguleiki. Þið getið skrifað það. Hann er leiðtogi og er alltaf að tjá sig, þess vegna er hann fyrirliði. Stundum er líkamstjáningin hans neikvæð en hann býður upp á svo margt gott. Þegar hann jafnar sig eftir leiki þá fer hann og horfir á liðsfélaga sína æfa. Það er svo margt sem hann gerir sem þið sjáið ekki," segir Amorim.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 18 | 13 | 3 | 2 | 33 | 11 | +22 | 42 |
| 2 | Man City | 18 | 13 | 1 | 4 | 43 | 17 | +26 | 40 |
| 3 | Aston Villa | 18 | 12 | 3 | 3 | 29 | 19 | +10 | 39 |
| 4 | Liverpool | 18 | 10 | 2 | 6 | 30 | 26 | +4 | 32 |
| 5 | Chelsea | 18 | 8 | 5 | 5 | 30 | 19 | +11 | 29 |
| 6 | Man Utd | 18 | 8 | 5 | 5 | 32 | 28 | +4 | 29 |
| 7 | Sunderland | 18 | 7 | 7 | 4 | 20 | 18 | +2 | 28 |
| 8 | Brentford | 18 | 8 | 2 | 8 | 28 | 26 | +2 | 26 |
| 9 | Crystal Palace | 18 | 7 | 5 | 6 | 21 | 20 | +1 | 26 |
| 10 | Fulham | 18 | 8 | 2 | 8 | 25 | 26 | -1 | 26 |
| 11 | Tottenham | 18 | 7 | 4 | 7 | 27 | 23 | +4 | 25 |
| 12 | Everton | 18 | 7 | 4 | 7 | 18 | 20 | -2 | 25 |
| 13 | Brighton | 18 | 6 | 6 | 6 | 26 | 25 | +1 | 24 |
| 14 | Newcastle | 18 | 6 | 5 | 7 | 23 | 23 | 0 | 23 |
| 15 | Bournemouth | 18 | 5 | 7 | 6 | 27 | 33 | -6 | 22 |
| 16 | Leeds | 18 | 5 | 5 | 8 | 25 | 32 | -7 | 20 |
| 17 | Nott. Forest | 18 | 5 | 3 | 10 | 18 | 28 | -10 | 18 |
| 18 | West Ham | 18 | 3 | 4 | 11 | 19 | 36 | -17 | 13 |
| 19 | Burnley | 18 | 3 | 3 | 12 | 19 | 34 | -15 | 12 |
| 20 | Wolves | 18 | 0 | 2 | 16 | 10 | 39 | -29 | 2 |
Athugasemdir




