Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
banner
   mán 29. desember 2025 13:27
Kári Snorrason
Heimild: Vísir 
Víði Sig sagt upp hjá Morgunblaðinu
Víðir hefur skrifað bækurnar Íslensk knattspyrna frá árinu 1983.
Víðir hefur skrifað bækurnar Íslensk knattspyrna frá árinu 1983.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víði Sigurðssyni, fréttastjóri íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is, hefur verið sagt upp störfum hjá Árvakri. Víðir, sem er eflaust einn reynslumesti íþróttablaðamaður landsins, starfaði í 26 ár hjá Árvakri.

Ásamt því að sinna störfum á Morgunblaðinu hefur Víðir skrifað bækurnar Íslensk knattspyrna frá árinu 1983.

Vísir greinir frá tíðindunum en í frétt þeirra segir að Víðir hafi upplýst um starfslokin í tölvupósti til kollega í hádeginu. Í tölvupóstinum segir:

„Mér var sagt upp störfum hjá Árvakri núna fyrir hádegið og hef yfirgefið Hádegismóana fyrir fullt og allt eftir 26 ár hjá fyrirtækinu.

Takk fyrir frábært samstarf, sum ykkar í öll 26 árin. Þetta hefur verið góður tími, enda ríflega hálf starfsævin, en nú tekur eitthvað annað skemmtilegt við.“


Athugasemdir
banner