Gael Clichy, fyrrum varnarmaður Arsenal og Man City, hefur verið ráðinn þjálfari SM Caen. Liðið leikur í þriðju efstu deild í Frakklandi og er Kylian Mbappe meirihlutaeigandi í félaginu.
Mbappe fjárfesti um 20 milljónum evra í hlutafé Caen fyrir rúmu ári og á hann um 80% hlut í liðinu. Félagið féll niður úr B-deildinni í Frakklandi á síðustu leiktíð en liðið var síðast í efstu deild árið 2019.
Mbappe fjárfesti um 20 milljónum evra í hlutafé Caen fyrir rúmu ári og á hann um 80% hlut í liðinu. Félagið féll niður úr B-deildinni í Frakklandi á síðustu leiktíð en liðið var síðast í efstu deild árið 2019.
Caen er í 10. sæti í frönsku C-deildinni og lét liðið þjálfarann Maxime d'Ornano í morgun.
Clichy tekur við stjórnartaumunum en hann var síðast aðstoðarþjálfari U21 liðs Frakklands, en sagði af sér úr þeirri stöðu í haust.
Athugasemdir


