Atalanta 0 - 1 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('65 )
0-1 Lautaro Martinez ('65 )
Inter er á toppi ítölsku deildarinnar eftir sigur gegn Atalanta í kvöld.
Marcus Thuram kom boltanum í netið eftir hálftíma leik eftir undirbúning Lautaro Martinez en sá síðarnefndi var dæmdur rangstæður og markið dæmt af.
Eftir rúmlega klukkutíma leik átti Berat Djimsiti, varnarmaður Atalanta, slæma sendingu beint á Francesco Pio Esposito sem sendi á Martinez sem skoraði og kom Inter yfir.
Atalanta náði ekkert að ógna marki Inter í seinni hálfleik og Inter fór með sigur af hólmi.
Inter er á toppnum með 36 stig, stigi á undan grönnum sínum í AC Milan. Atalanta er í 9. sæti með 22 stig.
Athugasemdir





