Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Gomes til Liverpool?
   lau 27. desember 2025 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Suður-Afríku skilur ekki neitt í neinu - „Meira að segja Salah var hissa“
Mynd: EPA
Hugo Broos, þjálfari Suður-Afríku, var brjálaður yfir dómgæslunni í 1-0 tapinu gegn Egyptalandi í Afríkukeppninni í gær, en það komu upp tvö mjög svo umdeild atvik í leiknum.

Mohamed Salah skoraði sigurmark Egypta með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur undir lok fyrri hálfleiks eftir að leikmaður Suður-Afríku sló hann í andlitið. Af endursýningu að dæma virkaði þetta fremur ódýrt.

Broos sagðist hafa talað við Salah eftir leikinn og kom það Egyptanum á óvart að hann hafi fengið vítaspyrnu.

„Jafnvel Mo Salah sagði við mig eftir leikinn að hann hafi verið hissa yfir því að dómarinn hafi dæmt vítaspyrnu. Þetta var algerlega fáránlegt,“ sagði Broos.

Undir lok leik var annað umdeilt atvik en í þetta sinn við teig Egypta er varnarmaður þeirra handlék boltann. VAR taldi handlegginn hafa verið í náttúrulegri stöðu en Broos var ekki sammála því.

„Seinna var vítaspyrnu því hann teygði út handlegginn frá líkamanum og boltinn fór í hann. En allt í einu er komin regla um stuðningshöndina. Hvað er það?“

„Það eru svo margar reglur hvort þetta sé vítaspyrna eða ekki þannig að fólk veit ekki lengur hvað þá á að ákveða,“
sagði hann í lokin.

Steven Pienaar, fyrrum landsliðsmaður Suður-Afríku, birti færslu á X þar sem hann gagnrýndi dómarateymi leiksins.

„Vel gert Bafana Bafana, en við getum ekki spilað gegn Eyptalandi og dómurunum,“ sagði Pienaar á X.


Athugasemdir
banner