Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
banner
   lau 27. desember 2025 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Iraola eftir skellinn: Má ekki koma fyrir aftur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Andoni Iraola þjálfari Bournemouth var svekktur eftir að hafa fengið skell á útivelli gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Brentford komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik og urðu lokatölur 4-1 í leik sem Kevin Schade skoraði þrennu.

„Það er auðvelt að greina tapið í dag, við mættum einfaldlega 45 mínútum of seint í þennan leik. Vanalega þegar það gerist í ensku úrvalsdeildinni þá tapar maður. Það er ekki auðvelt að spila á útivelli gegn Brentford og það var ekkert að frammistöðunni í síðari hálfleik, en fyrri hálfleikurinn var afleitur," sagði Iraola.

„Við fengum mörk á okkur í seinni hálfleik útaf því að við lögðum mikla áherslu á sóknarleikinn og við það opnaðist vörnin. Þeir skoruðu úr skyndisóknum, en í fyrri hálfleik voru þeir mikið betri. Við sýndum engan sóknarvilja í fyrri hálfleiknum og vorum bara farþegar allan tímann. Það má ekki koma fyrir aftur.

„Við töpuðum alltof mikið af einvígum og svo þegar við fórum loksins að spila okkar bolta þá var það orðið alltof seint."


Bournemouth er í neðri hluta deildarinnar með 22 stig eftir 18 umferðir, fjórum stigum á eftir Brentford sem er í efri hlutanum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
12 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
13 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner
banner