Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
banner
   lau 27. desember 2025 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin: Osimhen og Lookman hetjurnar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveimur síðustu leikjum dagsins er lokið í Afríkukeppninni, þar sem stórveldi Nígeríu komst í þriggja marka forystu gegn Túnis.

Victor Osimhen skoraði og lagði upp á meðan Ademola Lookman komst einnig á blað og átti tvær stoðsendingar. Wilfred Ndidi skoraði líka en leikmenn Túnis gáfust ekki upp.

Hannibal Mejbri lagði upp fyrir Montassar Talbi leikmann Lorient í frönsku deildinni áður en Ali Abdi leikmaður OGC Nice minnkaði muninn niður í eitt mark.

Túnis tókst ekki að jafna þrátt fyrir frábæra baráttu svo lokatölur urðu 3-2 fyrir Nígeríu.

Nígería er þar með búin að tryggja sér toppsæti C-riðils sama hvernig leikirnir fara í lokaumferðinni.

Túnis nægir stig í lokaumferðinni til að tryggja sig áfram í útsláttarkeppnina.

Úganda og Tansanía verma neðstu sæti riðilsins með eitt stig á haus eftir jafntefli innbyrðis í dag.

Nígería 3 - 2 Túnis
1-0 Victor Osimhen ('44 )
2-0 Wilfred Ndidi ('50 )
3-0 Ademola Lookman ('67 )
3-1 Montassar Talbi ('74 )
3-2 Ali Abdi ('87 , víti)

Úganda 1 - 1 Tansanía
0-1 Simon Msuva ('59 , víti)
1-1 Uche Ikpeazu ('80 )
1-1 Allan Okello ('91, Misnotað víti)
Athugasemdir
banner
banner