Gabon 2 - 3 Mósambík
0-1 Faisal Bangal ('37 )
0-2 Geny Catamo ('42 , víti)
1-2 Pierre Emerick Aubameyang ('45+5 )
1-3 Diogo Calila ('52 )
2-3 Alex Moucketou-Moussounda ('76 )
0-1 Faisal Bangal ('37 )
0-2 Geny Catamo ('42 , víti)
1-2 Pierre Emerick Aubameyang ('45+5 )
1-3 Diogo Calila ('52 )
2-3 Alex Moucketou-Moussounda ('76 )
Pierre-Emerick Aubameyang og félagar í landsliði Gabon eru í vandræðum eftir óvænt tap gegn Mósambík í 2. umferð riðlakeppni Afríkukeppninnar í dag.
Mósambík komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Aubameyang minnkaði muninn seint í uppbótartímanum.
Mósambík var sterkara liðið í fyrri hálfleik og tvöfaldaði forystuna sína á ný í upphafi síðari hálfleiks.
Gabon blés til sóknar í kjölfarið og skapaði sér mikið af færum. Alex Moussounda minnkaði muninn aftur niður í eitt mark þegar komið var á lokakaflann og tókst Gabon ekki að jafna þrátt fyrir mikinn sóknarþunga.
Lokatölur urðu 2-3 og er Gabon án stiga eftir tvær umferðir. Aubameyang, Mario Lemina og félagar þurfa á stórum sigri að halda gegn stórveldi Fílabeinsstrandarinnar í lokaumferðinni ætli þeir sér að eiga einhverja möguleika á að komast í útsláttarkeppnina.
Reinildo Mandava og Geny Catamo eru þekktustu leikmenn í liði Mósambík sem er með þrjú stig eftir tvær umferðir.
Mósambík spilar mögulegan úrslitaleik við Kamerún í lokaumferð riðlakeppninnar.
Athugasemdir



