Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   lau 27. desember 2025 17:28
Ívan Guðjón Baldursson
Framlengir og fær fyrirliðabandið hjá ÍR
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Unnar Kristinsson er búinn að skrifa undir nýjan samning við ÍR sem gildir út næstu tvö keppnistímabil og fær hann stórt hlutverk í leikmannahópnum þar sem hann er nýr fyrirliði félagsins.

Ágúst Unnar hefur verið lykilmaður hjá ÍR síðustu fimm ár en hann er uppalinn hjá Breiðabliki.

Ágúst er fæddur 2001 og lék alla deildarleiki ÍR í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð nema einn.

„Ágúst Unnar hefur verið gífurlega dýrmætur fyrir liðið innan sem utan vallar seinustu tímabil og tekið mjög góð skref. Það er gott að vinna með honum, góður liðsmaður og alvöru karakter. Þetta eru frábær tíðindi fyrir okkur ÍR-inga," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR og tók Brynjar Már Bjarnason, formaður fótboltadeildar, í svipaða strengi.


Athugasemdir
banner
banner
banner