Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
banner
   lau 27. desember 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Alexander Helgi tekur við 2. flokki KR
Mynd: KR
Alexander Helgi Sigurðarson, leikmaður KR, hefur verið ráðinn þjálfari 2. flokks karla hjá félaginu en þetta kom fram í tilkynningu KR-inga í gær.

Hann tekur við stöðunni af Theodóri Elmari Bjarnasyni sem yfirgaf félagið á dögunum.

Alexander kom til KR fyrir síðasta tímabil og lék 17 deildarleiki er KR-ingar rétt björguðu sér frá falli. Hann og Óskar Hrafn Þorvaldsson unnu saman hjá Breiðabliki á árunum á undan en Óskar er þjálfari meistaraflokks karla hjá KR í dag.

Samhliða því hefur hann verið að stunda nám í þjálfun en hann mun útskrifast með KSÍ-B gráðuna í janúar.
Athugasemdir
banner