Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   sun 28. desember 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Parker: Við áttum skilið að vinna
Mynd: Burnley
Scott Parker, þjálfari nýliða Burnley, var sársvekktur eftir markalaust jafntefli á heimavelli gegn Everton í gær.

Lærlingar hans sýndu flotta frammistöðu og voru óheppnir að skora ekki gegn andstæðingum sínum.

„Mér fannst við fyllilega verðskulda að vinna þennan leik. Við stóðum okkur mjög vel en klúðruðum alltof mörgum dauðafærum. Við erum pirraðir útaf því að við komumst svo nálægt því að vinna þennan leik án þess að takast það," sagði Parker við fréttamenn að leikslokum.

„Það jákvæða er að við náðum í stig, héldum hreinu og vorum betra liðið. Það er hvatning fyrir okkur. Við sköpuðum mikið gegn mjög sterkum andstæðingum en nýttum ekki færin. Þetta eru núna tveir leikir í röð sem við náum í stig og við verðum að byggja á því."

Burnley er aðeins búið að safna saman 12 stigum eftir 18 umferðir af úrvalsdeildartímabilinu. Liðið er sex stigum frá öruggu sæti í deildinni.

„Við erum með ungt lið og strákarnir höfðu tapað sjö leikjum í röð fyrir þessi tvö jafntefli en þeir eru ekki búnir að gefa upp baráttuviljann. Ég hef séð það gerast hjá öðrum liðum, en þessi leikmannahópur er ekki að fara að gefast upp. Strákarnir eru með trú á verkefninu, orku og sigurvilja. Þegar við töpum þá er það naumlega, það er nóg eftir af tímabilinu til að snúa þessu við."

Parker líkti fótbolta við box og sagði leikinn í gær hafa svipað mikið til boxbardaga.

„Fótboltaleikur getur verið boxbardagi. Ef hvorugum aðila tekst að rota hinn fyrir áttundu eða níundu lotu þá lifnar rosalega mikið við þessu. Þannig var þetta í dag."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
9 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
10 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner