Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   mán 29. desember 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
West Ham ætlar að standa með Nuno í glugganum
Nuno Espirito Santo.
Nuno Espirito Santo.
Mynd: EPA
Breska ríkisútvarpið segir að stjórn West Ham ætli að sýna stjóranum Nuno Espirito Santo stuðning í komandi félagaskiptaglugga í janúar. Nuno var ráðinn í stað Graham Potter þann 25. september.

Hamrarnir hafa tapað þremur leikjum í röð og eru í fallsæti, þriðja neðsta sætinu. Liðið er fimm stigum frá öruggu sæti.

Hjá West Ham óttast menn að liðið falli aftur í Championship-deildina í fyrsta sinn í fjórtán ár.

Samkvæmt heimildum BBC standa stjórnarmenn West Ham við bakið á stjóranum og trúa því að hann muni snúa genginu við með réttum breytingum í janúar.

Hann muni fá pening til að styrkja hópinn þó ekki sé öruggt hvort þá þurfi að selja brasilíska miðjumanninn Lucas Paqueta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner
banner