Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   sun 28. desember 2025 13:55
Ívan Guðjón Baldursson
Hakimi getur verið með: „Al-Khelaifi er herramaður"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Achraf Hakimi er einn af allra bestu hægri bakvörðum heims og samkvæmt fregnum frá Afríkukeppninni verður hann liðtækur fyrir næsta leik heimamanna í Marokkó.

Hakimi meiddist gegn FC Bayern í Meistaradeildinni í byrjun nóvember en hann hefur verið með landsliði Marokkó í undirbúningi fyrir keppnina þrátt fyrir meiðslin.

Walid Regragui þjálfari Marokkó er mjög ánægður með að fá Hakimi aftur úr meiðslum og þakkar Nasser Al-Khelaifi, forseta Paris Saint-Germain, sérstaklega fyrir.

„Ég verð að þakka PSG fyrir hegðun sína, það er þökk sé þeim að Hakimi getur spilað með okkur á mótinu. Það er ekki neitt annað félag í heimi sem hefði leyft okkur að fá Hakimi 15 dögum fyrir upphaf Afríkukeppninnar. Nasser Al-Khelaifi er herramaður," sagði Regragui.

Hakimi tjáði sig einnig í fjölmiðlum á dögunum eftir að stórstjarnan Kylian Mbappé sást á áhorfendapöllunum í treyju af Hakimi. Þeir tveir eru góðir félagar eftir dvöl þeirra saman hjá PSG.

„Það er frábært að sjá Mbappé hérna í Marokkó, hann elskar landið okkar. Hann elskar Marokkó og matinn hérna, ég er svo ánægður að sjá hann. Hann heldur með okkur og segir að við getum unnið Afríkukeppnina.

Marokkó er með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðir mótsins og mætir Sambíu í lokaleik riðlakeppninnar.
Athugasemdir
banner