Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   sun 28. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Bikarmeistarar mæta Evrópumeisturum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Átjándu umferð enska úrvalsdeildartímabilsins lýkur í dag þegar Sunderland og Crystal Palace eiga heimaleiki.

Sunderland tekur á móti Leeds United í nýliðaslag klukkan 14:00, áður en Crystal Palace fær Tottenham í heimsókn í Lundúnaslag.

Sunderland hefur verið að standa sig frábærlega á fyrri hluta tímabils og er afar óvænt í sjöunda sæti deildarinnar, með 27 stig eftir 17 umferðir. Lærlingar Régis Le Bris eru átta stigum fyrir ofan Leeds sem situr í neðri hlutanum.

Sunderland er án margra leikmanna útaf Afríkukeppninni. Sex leikmenn úr hópi liðsins eru fjarverandi vegna keppninnar og auk þess er Luke O'Nien í leikbanni, með Ajibola Alese fjarverandi vegna meiðsla á öxl.

Bikarmeistarar Palace eru í Evrópubaráttunni, fjórum stigum fyrir ofan Evrópudeildarmeistara Tottenham.

Bæði lið eru án mikilvægra leikmanna útaf Afríkukeppninni og vegna meiðsla. Í Palace má helst nefna Ismaila Sarr, Chadi Riad og Daniel Munoz á meðan Yves Bissouma, Xavi Simons og Cristian Romero eru ekki liðtækir í liði Spurs.

Leikir dagsins
14:00 Sunderland - Leeds
16:30 Crystal Palace - Tottenham
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
6 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
7 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner