Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
banner
   sun 28. desember 2025 18:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dembele vann þriðju einstaklingsverðlaunin á árinu
Mynd: EPA
Ousmane Dembele var valinn besti leikmaður heims á Globe Soccer verðlaunahátiðinni sem haldin var í Dúbaí í dag.

Dembele var lykilmaður í liði PSG á árinu sem vann frönsku deildina og bikarinn, Meistaradeildina, evrópska Ofurbikarinn og Álfukeppnina.

Þetta eru þriðju einstaklingsverðlaunin sem hann vinnur á árinu en hann vann Ballon d'Or og leikmaður ársins hjá FIFA.

Liðsfélagar hans, Desire Doue var valinn besti ungi leikmaðurinn, Vitinha besti miðjumaðurinn og Luis Enrique, stjóri PSG, valinn besti stjórinn. Þá var PSG valið besta liðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner