Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   lau 27. desember 2025 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Úlfarnir settu nýtt met
Jöfnuðu um leið 123 ára met Bolton
Mynd: EPA
Wolverhampton Wanderers setti nýtt met með tapi sínu gegn Liverpool í 18. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Úlfarnir urðu með tapinu á Anfield fyrsta félagslið í sögu efstu deildar á Englandi til að vera með svo lítið með 2 stig eftir 18 umferðir.

Wolves er jafnframt fyrsta félagsliðið í efstu deild enska boltans sem fer í gegnum 18 fyrstu deildarleikina án þess að sigra síðan Bolton afrekaði það árið 1902, fyrir 123 árum síðan. Það tímabilið var Bolton þó komið með 3 stig á sama tímapunkti, eftir þrjá jafnteflisleiki.

Það þykir nokkuð ljóst að Úlfarnir þurfa á kraftaverki að halda til að falla ekki niður um deild eftir áramót. Þeir þurfa að byrja að vinna fótboltaleiki til að halda ekki áfram að bæta öll minnst eftirsóttu met enska boltans.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner