Ásamt því að vera einn heitasti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar er Kristall Máni annar meðlima hljómsveitarinnar HubbaBubba. Ásamt Kristali er Eyþór Wöhler, leikmaður Fylkis, í bandinu.
Fyrr á árinu gaf tvíeykið út sérstakt EM lag fyrir Evrópumót kvenna. Í síðustu viku spiluðu þér félagar fyrir fullum sal í Gamla Bíói á jólatónleikum HubbaBubba.
Kristall Máni mætti í viðtal hjá Fótbolti.net og var spurður út í hvernig tónlistarlífið og fótboltinn færi saman.
Fyrr á árinu gaf tvíeykið út sérstakt EM lag fyrir Evrópumót kvenna. Í síðustu viku spiluðu þér félagar fyrir fullum sal í Gamla Bíói á jólatónleikum HubbaBubba.
Kristall Máni mætti í viðtal hjá Fótbolti.net og var spurður út í hvernig tónlistarlífið og fótboltinn færi saman.
„Það var bara sturlun. Maður mætir þarna eftir að hafa verið úti í marga mánuði, þægilegt að hafa Eyþór Wöhler í þessu. Hann sér um allt, maður mætir bara þarna og er með honum.“
Kristall segir tónlistina ekki vera truflandi og það má ekki sjá á frammistöðum hans í Danmörku. Hann er markahæsti leikmaður spútnikliðs SönderjyskE með átta mörk og fjórar stoðsendingar í 16 leikjum í haust, en liðið er í 4. sæti í Superligan.
„Nei, ég næ að ýta þessu í burtu. Það væri annað ef maður væri einn í þessu. En ég er með Eyþór í þessu. Ég veit ekki hvernig hann fer að þessu, hann elskar þetta og er vinnuhestur. Hann er 99% í þessu og eiginlega orðinn merkið. Maður er ánægður fyrir hans hönd að hann sé að koma sér vel á framfæri.“
„Ég held að við séum hvergi nærri hættir. En maður stefnir hærra, í stærri deildir. Þá er auðvitað erfiðara að vera í þessu. En eins og ég segi þá Eyþór er orðinn merkið, hann tekur þá bara við þessu og fer með þetta lengra og hærra.“
Athugasemdir



