Cristiano Ronaldo skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í 3-0 sigri Al-Nassr gegn Al-Okhdood.
Ronaldo skoraði í fyrri hálfleik og átti Marcelo Brozovic seinni stoðsendinguna. Í síðari hálfleik hélt Ronaldo að hann hefði fullkomnað þrennu en ekki dæmt mark vegna rangstöðu.
Það var svo í uppbótartíma sem Joao Félix setti þriðja og síðasta mark leiksins í 3-0 sigur. Al-Nassr er með fullt hús stiga eftir 10 umferðir, Ronaldo og félagar eru með fjögurra stiga forystu á Al-Hilal í öðru sætinu.
Kingsley Coman og Inigo Martínez voru einnig í byrjunarliði Al-Nassr.
Al-Ittihad er í sjötta sæti með 17 stig og vann 2-0 í dag. Steven Bergwijn skoraði seinna mark liðsins en N'Golo Kanté, Fabinho, Karim Benzema og Danilo Pereira voru einnig meðal byrjunarliðsmanna.
Wesley Hoedt, Josh Brownhill og Yacine Adli voru meðal byrjunarliðsmanna í liði Al-Shabab sem tapaði fyrir Al-Ittihad.
Að lokum skoraði Mateo Retegui jöfnunarmark Al-Qadsiah í jafntefli gegn Damac. Nacho Fernández, Julian Weigl og Nahitan Nández voru meðal byrjunarliðsmanna Al-Qadsiah sem er í fimmta sæti með 18 stig.
Al-Nassr 3 - 0 Al-Okhdood
1-0 Cristiano Ronaldo ('31)
2-0 Cristiano Ronaldo ('45+3)
3-0 Joao Felix ('94)
Al-Ittihad 2 - 0 Al-Shabab
1-0 Ahmed Al-Ghamdi ('16)
2-0 Steven Bergwijn ('85)
Al-Qadsiah 1 - 1 Damac
0-1 Valentin Vada ('4)
1-1 Mateo Retegui ('45+1)
Athugasemdir



