Kendry Paez, leikmaður Strasbourg, gæti snúið aftur til Chelsea í janúar en hann hefur ekki fundið sig í Frakklandi.
Þessi landsliðsmaður Ekvador er reynslumikill þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára og var því mikil spenna fyrir honum í Frakklandi. Chelsea festi kaup á honum árið 2023 en hann gekk formlega til liðs við félagið síðasta sumar frá Independiente del Valle í heimalandinu.
Þessi landsliðsmaður Ekvador er reynslumikill þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára og var því mikil spenna fyrir honum í Frakklandi. Chelsea festi kaup á honum árið 2023 en hann gekk formlega til liðs við félagið síðasta sumar frá Independiente del Valle í heimalandinu.
Hann var lánaður strax til Strasbourg en franski miðillinn L'Equipe segir að hann sé ekki að aðlagast franska boltanum og að lífstíllinn sé „ekki ákjósanlegur".
Hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki í frönsku deildinni og spilað alls 19 leiki í öllum keppnum, hann hefur aðeins komið að einu marki. Hann var m.a. ónotaður varamaður í 3-1 sigri liðsins gegn Breiðabliki í Sambandsdeildinni fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir




