Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   sun 28. desember 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Andrews og Collins kátir: Hef sagt þetta 1000 sinnum
Mynd: Brentford
Mynd: EPA
Keith Andrews þjálfari Brentford var himinlifandi eftir frábæran sigur gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær. Kevin Schade var besti maður vallarins og skoraði þrennu í sigrinum.

Brentford var talsvert sterkara liðið í fyrri hálfleik og fór inn í leikhlé með 2-0 forystu en gestirnir frá Bournemouth vöknuðu til lífsins í síðari hálfleiknum. Færanýtingin var þó ekki nægilega góð hjá Bournemouth svo lokatölur urðu 4-1.

„Þetta voru tveir mjög mismunandi hálfleikir. Við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleik og Kevin (Schade) var magnaður. Hann leggur inn svo mikla vinnu fyrir liðsfélagana, hann sýnir fordæmi þegar kemur að því að hlaupa jafn hratt til baka í vörn og hann gerir til að fara fram í sókn," sagði Andrews.

„Hann er stöðug ógn og er búinn að vera svo nálægt því að skora í undanförnum leikjum. Hann á þetta skilið. Þetta var fullkomin þrenna hjá honum, hægri fótur, vinstri fótur og skalli. Hann var magnaður í dag."

Brentford er í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar eftir sigurinn, með 26 stig úr 18 leikjum. Þremur stigum á eftir Chelsea og Manchester United í Evrópubaráttunni.

Nathan Collins fyrirliði Brentford svaraði líka spurningum eftir lokaflautið og talaði meðal annars um þjálfarann sinn.

„Ég er búinn að segja þetta örugglega 1000 sinnum núna, félagið stóð sig ótrúlega vel með þessari ráðningu í sumar. Hann og starfsteymið gera hlutina auðvelda fyrir okkur og þetta er líka auðvelt fyrir hann því við erum frábær leikmannahópur. Við stöndum þétt við bakið á honum, við erum að gera þetta fyrir hann."

Brentford seldi tvo helstu markaskorara sína eftir síðustu leiktíð, þá Bryan Mbeumo og Yoane Wissa til Man Utd og Newcastle, ásamt því að missa Thomas Frank þjálfara til Tottenham, Christian Nörgaard fyrirliða til Arsenal og Mark Flekken markvörð til Leverkusen. Þrátt fyrir þetta er liðið með í Evrópubaráttunni þegar úrvalsdeildartímabilið er að hálfna.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
6 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
7 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner