Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   sun 28. desember 2025 21:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hetja Tottenham skoraði sitt fyrsta mark - „Tók of langan tíma"
Mynd: EPA
Archie Gray var hetja Tottenham þegar liðið vann 1-0 sigur á Crystal Palace í dag.

Gray er 19 ára gamall miðjumaður sem gekk til liðs við Tottenham frá Leeds í fyrra. Hann opnaði markareikninginn í 59. leiknum fyrir Tottenham.

„Ég var svolítið riglaður þegar ég sneri mér við og sá ekki liðsfélagana fagna með mér. Skoraði ég virkilega?" Sagði Gray léttur.

„Þetta er góð tilfinning, þetta tók klárlega of langan tíma. Ég þurfti ekki að gera mikið, ég var svo nálægt markinu að ég þurfti bara að flikka boltanum áfram. Þetta er besta tilfinningin, þú vinnur að þessu augnabliki allt þitt líf, vonandi get ég haldið þessu áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner