Man City vann torsóttan 2-1 sigur gegn Nottingham Forest í dag þar sem Rayan Cherki skoraði og lagði upp. Pep Guardiola var létt eftir leikinn.
„Ég missti öll kílóin í dag sem ég hafði bætt á mig yfir jólin. Þvílíkt lið sem Sean Dyche hefur búið til, þetta voru risastór stig," sagði Guardiola.
„Ég missti öll kílóin í dag sem ég hafði bætt á mig yfir jólin. Þvílíkt lið sem Sean Dyche hefur búið til, þetta voru risastór stig," sagði Guardiola.
„Við ræddum mikið við leikmenn undanfarna daga. Þú verður að vera 100% yfir vetrartímann í Nottingham, ef við erum ekki klárir þá vinnnum við ekki. Hugarfarið var ótrúlegt, ég er í skýjunum."
Guardiola fagnaði mörkunum innilega með aðstoðarþjálfaranum sínum Pep Lijnders.
„Hann er svo góður, hann er topp stjóri. Stundum hugsar fólk 'hann er aðstoðarþjálfarinn' kannski er ég aðstoðarþjálfarinn hans. Við spjölluðum í hálfleik og breyttum aðeins uppstillingunni."
Athugasemdir



