Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   mán 29. desember 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vann tvennuna og kveður Kópavoginn
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríski markvörðurinn Kathrine Devine er farin frá Breiðabliki eftir eitt tímabil hjá félaginu.

Katherine spilaði 14 leiki í deildinni og tvo leiki í Mjólkurbikarnum þegar Breiðablik varð Íslands og bikarmeistari síðasta sumar.

Hún er þriðji markvörðurinn sem hefur yfirgefið félagið að undanförnu en Kyla Elizabeth Burns yfirgaf félagið eftir hálft ár hjá Breiðabliki og Brynjar Atli Bragason, markvörður karlaliðsins, kvaddi félagið fyrir viku síðan.

Katherine var fengin til Breiðabliks síðasta vetur þar sem Telma Ívarsdóttir fór til Rangers.


Athugasemdir
banner
banner