Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   lau 27. desember 2025 13:00
Kári Snorrason
„Tek hann kannski í kaffibolla ef hann fer ekki að velja mig á næstunni“
Kristall vann Mjólkurbikarinn í tvígang og Íslandsmótið einu sinni undir stjórn Arnars.
Kristall vann Mjólkurbikarinn í tvígang og Íslandsmótið einu sinni undir stjórn Arnars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason hefur átt góðu gengi að fagna í Danmörku þar sem hann leikur með SönderjyskE sem situr í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Hann er markahæsti leikmaður liðsins það sem af er tímabils en hann hefur hefur skorað sjö mörk og gefið þrjár stoðsendingar í sextán leikjum í deild- og bikar.

Kristall á að baki sex landsleiki, allt vináttuleikir í janúar. Kristall var á dögunum spurður út í möguleikana á að koma inn í landsliðið.

„Nei, maður er nokkuð nýbyrjaður að ná að spila almennilega. Eins og staðan er núna, þegar maður er heitur, er ekkert landsliðsverkefni á næstunni. Þannig ég er ekkert að stressa mig á þessu landsliði, ég vona bara að einn daginn maður verði þarna.“

Kristall var spurður hvort að hann vilji ekki banka upp á hjá sínum fyrrum þjálfara til þess að virkja samtalið á ný.

„Ég kannski tek hann í kaffibolla ef hann fer ekki að velja mig á næstunni,“ sagði Kristall léttur.


Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Athugasemdir
banner
banner