Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   lau 27. desember 2025 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Lucas frá í rúman mánuð
Mynd: Blackburn Rovers
Andri Lucas Guðjohnsen er frá vegna meiðsla í fimm vikur eftir að hafa meiðst í sigri Blackburn gegn Millwall rétt fyrir jólin.

Andri þurfti að fara af velli vegna meiðsla í 2-0 sigri en hann skoraði fyrra mark liðsins eftir aðeins þriggja mínútna leik.

Valerien Ismael, stjóri Blackburn, sagði fyrir leik gegn Middlesbrough í gær að meiðslin litu ekki vel út og nú er komið í ljós að hann verði frá í rúman mánuð vegna meiðsla aftan í læri.

Andri hefur skorað sjö mörk í 18 leikjum í Championship deildinni. Blackburn er í 18. sæti með 26 stig eftir 22 umferðir.
Athugasemdir
banner