Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   lau 27. desember 2025 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Þriðji sigurinn í röð hjá Juventus
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Pisa 0 - 2 Juventus
0-1 Arturo Calabresi, sjálfsmark ('73 )
0-2 Kenan Yildiz ('92)

Nýliðar Pisa tóku á móti Juventus í lokaleik dagsins í efstu deild ítalska boltans og var staðan markalaus lengst af.

Juventus var betra liðið en heimamenn í Písa áttu sínar rispur og sköpuðu hættu.

Juve skapaði hættulegri færi og náði forystunni í síðari hálfleik, þegar Arturo Calabresi varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir flott spil upp hægri kantinn og lága fyrirgjöf frá Weston McKennie.

Pierre Kalulu reyndi að eigna sér markið en hann átti ekki síðustu snertinguna á boltanum, heldur Calabresi sem gat lítið gert til að koma í veg fyrir þetta sjálfsmark.

Pisa reyndi að ná inn jöfnunarmarki en skapaði ekki mikla hættu. Þess í stað innsiglaði Kenan Yildiz sigur Juve eftir skyndisókn í uppbótartíma, lokatölur 0-2.

Juve er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir þennan sigur, með 32 stig eftir 17 umferðir. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð í deildinni.

Pisa er í fallsæti með 11 stig.

Juve hefur aðeins tapað einum leik af tólf frá því að Luciano Spalletti tók við stjórnartaumunum í lok október.
Athugasemdir
banner
banner