Kyla Elizabeth Burns hefur yfirgefið Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks eftir hálft ár hjá félaginu.
Kyla var fengin til Breiðabliks um mitt síðasta tímabil en lék aðeins einn leik á milli stanga stórveldisins.
„Við þökkum Kyla kærlega fyrir sinn tíma hjá Breiðabliki og óskum henni velfarnaðar," segir í tilkynningu frá Blikum.
Kyla er 23 ára gömul og var valin besti markvörður ársins í fyrra í bandaríska háskólaboltanum þegar hún var á milli stanga University of Delaware. Hún var fengin til Kópavogs síðasta sumar eftir brottflutning Telmu Ívarsdóttur til Skotlands þar sem hún er varamarkvörður hjá stórveldinu Rangers.
Hún er annar markmaðurinn sem kveður Breiðablik á skömmum tíma eftir brottför Brynjars Atla Bragasonar, fyrrum varamarkmanns meistaraflokks karla, í síðustu viku.
Athugasemdir


