Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 03. júlí 2024 14:44
Elvar Geir Magnússon
Keflavík að fá króatískan framherja - Nacho frá í tvo til þrjá mánuði
Lengjudeildin
Nacho Heras.
Nacho Heras.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 var sagt frá því að Keflavík væri að fá króatískan framherja þegar glugginn opnar um miðjan mánuðinn.

Sá heitir Michael Mladen og er 24 ára gamall. Hann lék síðast fyrir Radnik Krizevci í heimalandi sínu.

Þá hefur Fótbolti.net fengið staðfest að varnarmaðurinn Nacho Heras verði frá næstu 8-12 vikurnar vegna meiðsla beinmars í sköflungi.

Þetta er mikið áfall fyrir Keflvíkinga en Nacho, sem hefur spilað sjö leiki í deildinni, er einn besti varnarmaður Lengjudeildarinnar. Óvíst er með frekari þátttöku hans í mótinu.

Keflavík er í áttunda sæti Lengjudeildarinnar og hefur ekki farið eins vel af stað og stuðningsmenn liðsins vonuðust eftir.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner