Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 var sagt frá því að Keflavík væri að fá króatískan framherja þegar glugginn opnar um miðjan mánuðinn.
Sá heitir Michael Mladen og er 24 ára gamall. Hann lék síðast fyrir Radnik Krizevci í heimalandi sínu.
Sá heitir Michael Mladen og er 24 ára gamall. Hann lék síðast fyrir Radnik Krizevci í heimalandi sínu.
Þá hefur Fótbolti.net fengið staðfest að varnarmaðurinn Nacho Heras verði frá næstu 8-12 vikurnar vegna meiðsla beinmars í sköflungi.
Þetta er mikið áfall fyrir Keflvíkinga en Nacho, sem hefur spilað sjö leiki í deildinni, er einn besti varnarmaður Lengjudeildarinnar. Óvíst er með frekari þátttöku hans í mótinu.
Keflavík er í áttunda sæti Lengjudeildarinnar og hefur ekki farið eins vel af stað og stuðningsmenn liðsins vonuðust eftir.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |
Athugasemdir