Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 13:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Martraðarvika Vals og pressan á Arnari eykst
Valsmenn ætluðu sér stóra hluti á tímabilinu.
Valsmenn ætluðu sér stóra hluti á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri leit ekki vel út í tveimur mörkum KA.
Guðmundur Andri leit ekki vel út í tveimur mörkum KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tekur Börkur upp símann?
Tekur Börkur upp símann?
Mynd: Getty Images
Þurfa að þétta raðirnar og spila betur.
Þurfa að þétta raðirnar og spila betur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA lagði Val að velli í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í gær, 3-2 endaði leikur liðanna á Greifavellinum. Þetta var stærsti sigur KA frá því liðið fór til Írlands og kom sér áfram í 3. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni síðasta sumar. KA hefur leikið vel í bikarnum en Valur var langerfiðasti andstæðingurinn sem Norðanmenn hafa mætt. Eins góður og sigur KA var þá verður einblínt á Val og stöðu liðsins í þessari grein.

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Valur

Það má segja að þetta hafi verið martraðarvika hjá Val þar sem liðið tapaði gegn ÍA á dögunum í Bestu deildinni og vonin um bikarmeistaratitil er úti.

Á þessari sömu viku vann Víkingur báða sína deildarleiki og er með sjö stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar, sjö stig á Breiðablik sem er í 2. sætinu og átta stig eru í Val. Valur á að vísu leik til góða sem liðið spilar um helgina.

Valsmenn endurheimtu Gylfa Þór Sigurðsson úr meiðslum en það var ekki að sjá að hann væri 100% heill, hann byrjaði leikinn nokkuð vel og var líflegur en svo sást hann í raun minna og minna sem leið á; honum gekk erfiðlega að finna sér svæði og skapa eitthvað í lágvörn KA manna, eins og flestum Valsmönnum reyndar. Vonandi fyrir Val er Gylfi klár í að spila næstu leiki því þeir eru mikilvægir.

Frammistaða Valsliðsins var ekki upp á marga fiska, það vantaði kraft og menn féllu í gildrur KA manna sem þurftu nokkrum sinnum ekki að hafa mjög mikið fyrir því að hirða lausa bolta, strauja upp völlinn og koma sér í dauðafæri. Miðja Valsliðsins var vissulega mjög sókndjörf og jafnvægið ekki fullkomið, göt mynduðust sem KA menn sóttu í; göt sem KA menn vissu að myndu myndast. Göt myndast í öllum leikjum en Valsarar voru mjög hægir að loka þeim.

Varnarleikur Valsliðsins hefur heilt yfir verið lélegur á þessu tímabili. Liðið ekki haldið hreinu síðan í bikarsigrinum gegn FH 24. apríl og í 2. umferð Bestu deildarinnar þegar Frederik Schram varði vítaspyrnu í markalausu jafntefli gegn Fyki.

Ofan á tapið þá missti liðið algjöran lykilmann í Birki Má Sævarssyni í meiðsli, leikmaður sem meiðist eiginlega aldrei. Ef Birkir tognaði þá er hann ansi tæpur fyrir Evrópuleikina. Valsmenn eru með nokkra kosti í stöðunni en Jakob Franz Pálsson, Gísli Laxdal Unnarsson eða Hörður Ingi Gunnarsson eru ekki með sömu gæði og Birkir.

Framundan er heimaleikur gegn botnliði Fylkis á laugardag og í kjölfarið tekur við Evrópueinvígi gegn albanska liðinu Vllaznia.

Tvö töp í röð og vonin á titli minnkaði talsvert, bikarinn var gott færi en það færi fór forgörðum. Lið sem fær inn Gylfa Þór Sigurðsson er ekki sett saman til að ná sama árangri og á tímabilinu á undan. Það er ljóst að það er mikil pressa á þjálfara liðsins, hann þarf á því að halda að liðið vinni Fylki og að liðið slái út Vllaznia, það hlýtur að vera lágmarkskrafa.

Pressan var mikil í upphafi tímabils, liðið hikstaði og það hitnaði undir Arnari Grétarssyni, en svo fór sóknarleikur Vals að tikka og margir að skila framlagi. Liðið vann t.d. mjög öflugan sigur gegn Breiðabliki þar sem Gylfi var magnaður. Liðið átti svo flottan leik gegn Víkingi í síðasta mánuði og sýndi að það hefur allt til þess að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Vonin þar fyrir Valsara er svo sannarlega ekki úti, það verður alltaf erfitt fyrir Víkinga að berjast á öllum vígstöðvum ef þeir fara langt í Evrópu og þá verða Valsmenn að vera klárir að grípa gæsina, vera miklu nær en þeir voru á síðasta tímabili.

Núna er nýr biti mögulega laus á þjálfaramarkaðnum, nafn sem Valsmenn hafa reynt að fá í sínar raðir áður; Heimir Hallgrímsson. Börkur er með númerið hjá honum.

Valsarar þurfa að gera betur, miklu betur og þeir vita það manna best sjálfir.

Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 10 3 1 34 - 14 +20 33
2.    Breiðablik 13 8 2 3 27 - 15 +12 26
3.    Valur 13 7 4 2 32 - 18 +14 25
4.    ÍA 12 6 2 4 24 - 17 +7 20
5.    FH 12 6 2 4 22 - 21 +1 20
6.    Fram 13 4 4 5 19 - 20 -1 16
7.    Stjarnan 13 5 1 7 24 - 28 -4 16
8.    KR 12 3 4 5 22 - 24 -2 13
9.    HK 12 4 1 7 15 - 23 -8 13
10.    KA 12 3 2 7 19 - 28 -9 11
11.    Vestri 12 3 1 8 15 - 31 -16 10
12.    Fylkir 12 2 2 8 18 - 32 -14 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner