Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
   mið 03. ágúst 2016 21:51
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Voru ekki með hausinn rétt skrúfaðan
Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.
Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var svekktur með að ná aðeins einu stigi úr heimaleiknum gegn Fylki í kvöld. Leikar enduðu 1-1.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Fylkir

„Það hefur reynst okkur erfitt að spila gegn Fylki síðustu ár. Af 15 stigum síðustu ár höfum við fengið 3 stig. Fylkismenn eru þéttir og falla vel til baka og gera hlutina erfiða," segir Arnar.

Breiðablik komst yfir í leiknum.

„Við eigum að vera það góðir eftir að hafa komist yfir að við eigum ekki að fá mark á okkur. Það kom röð mistaka sem voru blóðug. Ég er drullufúll. Menn voru ekki alveg með hausinn rétt skrúfaðan á þegar Fylkir skorar og mörg atvik sem leiða að því."

„Við verðum að sækja þrjú stig í Víkina í næstu umferð ef við ætlum ekki að dragast aftur úr í þessari baráttu. Það verður helvíti erfitt."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Arnar meðal annars um slaka stigasöfnun liðsins á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner