Haraldur Franklín - Stuðningsmaður Bournemouth
Fótbolti.net mun hita vel upp fyrir keppni í ensku úrvalsdeildinni sem hefst föstudaginn 9. ágúst. Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.
Bournemouth er spáð 12. sæti.
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur, er stuðningsmaður Bournemouth.
Bournemouth er spáð 12. sæti.
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur, er stuðningsmaður Bournemouth.
Ég byrjaði að halda með Bournemouth af því að...
Held alltaf með litla hvolpi (e. underdog) í fótbolta. Fyrir utan stórveldinu á Íslandi. Ég hafði haldið með City frá því að Gulli markmaður gaf mér City derhúfu þegar ég var 7 ára. Þeir voru byrjaðir að kaupa sér titla og ég missti áhugan á þeim. Fann mér skemmtilegt sókndjarft lítið lið sem skorar alltaf mörk.
Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila?
Hef því miður ekki farið að sjá hetjurnar í suðrinu spila en það er á dagskránni næsta tímabil.
Uppáhalds leikmaður í liðinu í dag?
Þetta er eins og að gera uppá milli ófæddra barna minna. Ég verð að segja Joshua King, Ryan Fraser og Nathan Ake.
Leikmaður sem þú myndir vilja losna við?
Artur Boruc og Asmir Begovic. Líklega lélegustu markmenn deildarinnar.
Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur?
David Brooks, gríðarlegt efni. Annars er alltaf gaman að fylgjast með sóknarmönnunum Joshua King og Callum Wilson. Þess má til gamans geta að Callum Wilson er og verður miklu betri en Rashford í enska landsliðinu.
Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja...
Phil Foden eða Virgil Van Dijk. Maður má láta sig dreyma
Ertu ánægður með knattspyrnustjórann?
Eddie Howe er það besta við þennan klúbb. Hann mun 100% fara í stærra lið fljótlega og þá lýkur þessu ævintýri Bournemouth.
Bjóstu við því fyrir fjórum árum síðan að Bournemouth yrði enn upp í úrvalsdeild?
Það kom mér ekkert á óvart að Bournemouth væri enn í úrvalsdeild. Hins vegar kæmi það mér verulega á óvart ef að þeir væru það eftir næstu 4 ár.
Ertu ánægður með félagaskiptagluggann í sumar?
Þar sem KR eru í efsta sæti á Íslandi þá hef ég ekki haft mikinn tíma til að velta mér uppúr félagsskiptaglugganum á Englandi. Hins vegar eru Fraser, Ake og Wilson allir á sínum stað svo ég er ánægður. Vonandi eru nýju varnarmennirnir bæting á galopinni vörn.
Í hvaða sæti mun Bournemouth enda á tímabilinu?
Aðalatriði er að Bournemouth endi fyrir ofan WestHam, annað er aukaatriði. Spái 10 sæti og nóg af mörkum. Go Cherries
Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir