Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. ágúst 2021 18:31
Brynjar Ingi Erluson
Heimir Hallgríms orðaður við þjálfarastöðuna hjá Rostov
Heimir Hallgríms á leið til Rússlands?
Heimir Hallgríms á leið til Rússlands?
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgrímsson er einn af fimm þjálfurum sem eru orðaðir við þjálfarastöðuna hjá rússneska félaginu Rostov en þetta kemur fram í rússneska miðlinum Eurostavka.

Heimir er án starfs eftir að hafa yfirgefið Al Arabi í maí en hann hefur verið orðaður við nokkur öflug félög síðustu vikur.

Samkvæmt rússneska miðlinum Eurostavka er hann einn af fimm þjálfurum sem gætu tekið við Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni.

Valery Karpin hætti með Rostov á dögunum og tók við rússneska landsliðinu og staðan því laus.

Eurostavka talar um það að þegar Heimir þjálfaði íslenska landsliðið þá hafi hann reglulega flogið til Rostov til að fylgjast með leikmönnum spila og hafi þar myndað gott samband með Artashes Arutyunyants, forseta félagsins.

Hann og Miodrag Bozovic eru í kjörstöðu um að hreppa starfið en það ætti að koma í ljós á allra næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner